VEGURINN frá Grindavík til Krýsuvíkur og Þorlákshafnar hefur verið slæmur í sumar. Vegagerðin mun láta bera ofan í verstu kaflana á næstunni.

VEGURINN frá Grindavík til Krýsuvíkur og Þorlákshafnar hefur verið slæmur í sumar. Vegagerðin mun láta bera ofan í verstu kaflana á næstunni.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkti nýlega á fundi að hvetja vegamálastjóra til þess að bæta eftir mætti viðhald á Suðurstrandarvegi. "Vegurinn virðist mjög illa farinn á köflum og sýnu verstur þegar nær dregur Grindavík. Einhver dæmi eru um að ferðamenn hafi í sumar snúið við og hætt við að aka leiðina vegna slaks ástands vegarins," segir í ályktun stjórnar Samtaka sveitarfélga á Suðurnesjum.

Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, segir að starfsmenn Vegagerðarinnar geri sér grein fyrir ástandi vegarins. Í fyrra hefði verið keyrt burðarlagi á kafla en dregist hafi að setja malarslitlag yfir. Til standi að bæta úr því á næstunni.