Margrét Gísladóttir og Vignir Jónsson hengja upp verk sín.
Margrét Gísladóttir og Vignir Jónsson hengja upp verk sín.
VIGNIR Jónsson og Margrét Gísladóttir opna í dag sýningu í Gallery Hringlist í Keflavík. Ljós heimsins er yfirskrift sýningarinnar en listamennirnir tala um verkin sem ljósmyndaíkona. "Þetta er með trúarlegu ívafi.

VIGNIR Jónsson og Margrét Gísladóttir opna í dag sýningu í Gallery Hringlist í Keflavík. Ljós heimsins er yfirskrift sýningarinnar en listamennirnir tala um verkin sem ljósmyndaíkona.

"Þetta er með trúarlegu ívafi. Við höfum bæði lent í því nýlega að vera á milli heims og helju vegna alvarlegra veikinda. Eftir það fórum við að verða meira andlega sinnuð og myndirnar á sýningunni eru afrakstur hugsana sem kviknuðu við það," segir Vignir.

Þau völdu að koma hugsunum sínum á framfæri með því að taka ljósmyndir af mönnum og dýrum og mála geislabauga á viðfangsefnin. Margrét segir að geislabaugarnir sýni ljósið í mönnum og dýrum.

Myndirnar eru til sölu. Í dag verður galleríið opið frá kl. 10 til 20 í tilefni Ljósanætur og verða Vignir og Margrét með uppákomur í tilefni dagsins.