NYTJAJURTAGARÐURINN í Grasagarði Reykjavíkur var opnaður sumarið 2000. Á hverju vori eru ræktaðar ýmsar tegundir nytjajurta sem gefa sýnishorn af því sem hægt er að rækta hér á landi.

NYTJAJURTAGARÐURINN í Grasagarði Reykjavíkur var opnaður sumarið 2000. Á hverju vori eru ræktaðar ýmsar tegundir nytjajurta sem gefa sýnishorn af því sem hægt er að rækta hér á landi. Nytjajurtir eru jurtir sem nýttar eru af manninum svo sem til matar, sem krydd, til lækninga eða sem fóðurjurtir fyrir skepnur.

Í dag, laugardaginn 1. september kl. 10, verða matjurtir teknar upp úr nytjajurtagarðinum. Boðið verður upp á að bragða á krydd- og matjurtum og gestum gefst tækifæri á að fræðast um ræktun, umhriðu og geymslu þeirra. Dagskrána annast Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður og Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. Mæting er við lystihúsið í Grasagarðinum.