[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
UNGIR íslenskir skákmenn hafa sýnt miklar framfarir að undanförnu. Í kjölfarið hafa sprottið upp vangaveltur um það hvernig skynsamlegast sé að veita þeim stuðning til enn frekari afreka. Þótt sá stuðningur sem þeim er veittur t.d.

UNGIR íslenskir skákmenn hafa sýnt miklar framfarir að undanförnu. Í kjölfarið hafa sprottið upp vangaveltur um það hvernig skynsamlegast sé að veita þeim stuðning til enn frekari afreka. Þótt sá stuðningur sem þeim er veittur t.d. hjá Skákskóla Íslands sé til fyrirmyndar þarf að efla skólann enn frekar til að geta brugðist við þeirri skákvakningu sem nú virðist í uppsiglingu. Einn möguleikinn er sá að fá erlendan skákþjálfara hingað til lands, en þá þarf að vanda valið. En hvernig á að tryggja það að erlendur þjálfari sem lítt er þekktur hér á landi sé vandanum vaxinn?

Sovétríkin sálugu voru þekkt fyrir að unga út geysisterkum skákmönnum, en slíkt hefði verið útilokað nema vegna markvissrar þjálfunar. Í ljósi þess er fróðlegt að vita hvernig henni var háttað og hverjir sáu um hana. Til að leita svara við því var hvít-rússnenski alþjóðlegi meistarinn Sergej Berezjuk tekinn tali. Hann hefur starfrækt skákskóla í Frýdek-Místek í Tékklandi síðan 1994 þar sem hann hafði fá tækifæri í heimalandi sínu til að sinna skákþjálfun eftir hrun Sovétríkjanna.

Víðsvegar í Sovétríkjunum voru íþróttaháskólar er höfðu á sinni könnu að mennta þjálfara í öllum helstu íþróttagreinum. Skákþjálfun var yfirleitt ekki kjarnagrein, þannig að þeir sem hugðust verða skákþjálfarar þurftu að hafa aðra grein sem aðalfag. Í æðsta íþróttaháskóla landsins í Moskvu var skákþjálfun hins vegar kennd í tvö ár sem aðalfag og þeir sem útskrifuðust fengu doktorsnafnbót. Afar erfitt var að fá inngöngu í skólann þar sem nemendur þurftu að hafa lokið háskólaprófi og öðlast reynslu við skákþjálfun, en alls var tíu nemendum hleypt inn. Sergej lauk þaðan námi 1988 en áður hafði hann menntað sig til að kenna líf- og efnafræði. Helstu kennarar skólans voru Mark Dvoretsky og Evgeny Svesnikov auk þess sem menn á borð við Anatoly Karpov héldu fyrirlestra. Þótt skák væri kjarnagrein þurftu nemendur einnig að stunda aðrar íþróttir eins og tennis, sund o.s.frv. ásamt því að kynna sér sálfræði gaumgæfilega. Doktorsritgerð Sergejs var um hugsanagang skákmannsins og hlaut hún mikið lof og í kjölfarið var honum boðið að læra sálfræði og vinna áfram að ritgerðinni. Þetta var skömmu fyrir hrun Sovétríkjanna þannig að enn hefur hann ekki lokið sálfræðináminu þótt hugur hans standi til þess.

Skákæfingar Sergejs eru strangar og strembnar en þær byggjast á að þjálfa þrjá hæfileika: einbeitingu, minni og hugmyndaflug. Ef um stífa einstaklingsþjálfun er að ræða þurfa nemendur að sitja fyrir framan skákborðið a.m.k. 8-12 tíma á dag auk þess að hreyfa sig töluvert. Líkamleg þjálfun er mikilvæg, ekki aðeins til að auka úthald heldur einnig til að afla nýrra hugmynda við skákborðið. Flestir nemendur Sergejs eru börn og unglingar, en hann hefur einnig á sinni könnu þjálfun stórmeistara og annarra sterkra skákmanna.

Lykilatriði í þjálfunaraðferðum Sergejs er að gera nemendur sína að sterkari persónuleikum, svo að þeir geti sem best tekist á við erfið og flókin verkefni. Þannig reynir hann sem mest á þolþrif nemenda sinna með kerfisbundnum æfingum. Þegar þeir finna fyrir þreytu og vilja fara að hugsa um annað en skák eru æfingarnar hertar. Hann líkir þessu við þjálfun íþróttamanna er þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi. Ef púls þeirra fer yfir ákveðin viðmið eftir æfingu er viðkomandi íþróttamaður í óviðunandi líkamsformi. Það sama gildir um skákmanninn. Hann þarf að þjálfa andlegt úthald. Reynsla og þekking Sergejs hjálpar honum að meta hvenær skákmaður fer að finna fyrir andlegri þreytu. Á þeim tímapunkti er mikilvægt að viðkomandi herði sig.

Erfitt er að vita nákvæmlega í hverju æfingarnar felast, til þess þarf að gerast nemandi Sergejs! Hins vegar má fullyrða að þjálfun sem þessi styrkir menn og stælir, en óvíst hvort allir geti tekist á við hana.

Það er ljóst að viðhorf íslenskra skákmanna til skákþjálfunar hafa breyst mikið á undanförnum misserum. Spurningin er hvort þeir eru tilbúnir í þjálfun af því tagi sem hér hefur verið lýst. Ekki er ólíklegt að sumir séu það og þá geta þeir vænst mikils af þjálfun af þessu tagi.

Fjörug skák frá Tékklandi

Róbert Harðarson stefnir að alþjóðlegum meistaratitli og hefur fulla ástæðu til þess, en eftirfarandi skák tefldi hann í Valoz Cup Olomouc-skákmótinu í sumar. Fjörlega tefld skák!

Hvítt: Róbert Harðarson

Svart: Vladimir Sergejev (2498)

Aljékínsvörn

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. c4 Rb6 4. c5!? --

Róbert velur mjög tvíeggjaða leið og fórnar peði í framhaldi skákarinnar.

4. -- Rd5 5. Bc4 e6 6. Rc3 Rxc3 7. dxc3 Rc6! 8. Bf4 Dh4?!

Óvenjulegur leikur, en oftast er leikið 8. . . Bxc5 í þessari stöðu. Framhaldið gæti orðið 9. Dg4 g5 10. Bxg5 (10. Dxg5? Dxg5 11. Bxg5 Rxe5 12. Bf6 Bxf2+! 13. Ke2 Rxc4 14. Bxh8 Bxg1 15. Hhxg1 Rxb2) 10. . . Hg8 11. Rh3 Be7 (11. . . Rxe5 12. Dh5 Hxg5 13. Rxg5 Bxf2+ 14. Kxf2 Df6+ 15. Kg1 Rxc4 16. Hf1 Dg6 17. Dxg6 fxg6 18. b3 Re5 19. Rxh7) 12. f4 Rxe5 13. fxe5 Bxg5 14. Dh5 b5 15. Dxh7 Hf8 16. 0-0 bxc4 17. Hxf7 Be3+ 18. Kh1 Hxf7 19. Dh8+, jafntefli (Vasiukov - Kortsnoj, Leningrad 1953).

Svartur getur einnig hafnað peðsfórninni með 8. . . b6, t. d. 9. Dg4 Bb7 10. Rf3 Re7 11. Bg5 h6 12. Dh5?! g6 13. Dh4 Bg7 14. Bf6 g5 15. Dg4 Bxf6 16. exf6 Rg6 17. cxb6 axb6 18. h4 Dxf6 19. hxg5 Bxf3 20. gxf3 Dxg5 (I. Polgar (pabbi Z+S+J?) - Hort, Heimsmeistaramóti stúdenta í Örebro 1966).

Leikinn 8. . . g5!? þekkir Róbert vel, frá skák við Helga Ólafsson árið 1991: 9. Bg3 h5 10. f4 (10. h4!?) 10. . . Bxc5 11. fxg5 Dxg5 12. Rh3 De3+ 13. De2 Dxe2+ 14. Bxe2 Be3 15. Bh4 Hh6 16. Rg5 Rxe5 17. Re4 Rg6 18. Rf6+ Kd8 19. Bf2 Bxf2+ 20. Kxf2 Rf4 og hvítur gafst upp.

9. g3 De7 10. Rf3 Dxc5

11. De2 d5

Önnur leið er hér 11. . . h6 12. h4 b6 13. 0-0-0 Bb7 14. Kb1

0-0-0 o. s. frv.

12. Bd3 h6 13. h4 b6!?

Þessi leikur mun vera nýjung, en veikingin, sem leikurinn skapar, reynist svarti erfið viðfangs.

Önnur leið er 13. . . Bd7, t. d. 14. 0-0 g6 15. Hfc1 Bg7 16. b4 De7 17. De3 a5 18. b5 Ra7 19. b61? cxb6 20. Dxb6 Bc6 21. Dxa5 Dd8 22. Dc5 g5!? 23. hxg5 d4! 24. Rxd4 hxg5 25. Rxc6 Rxc6 26. Be4 gxf4 27. Bxc6+ bxc6 28. Dxc6+ Kf8 og svartur vann (Mikulcik - Sergejev, 1997).

14. 0-0 Bb7 15. b4!? --

15. . . De7

Sergejev leggur ekki í að taka peðið á c3, enda er það líklega mjög hættulegt fyrir hann. Hugsanlegt framhald væri 15. . . Dxc3, t. . d. 16. Bb5 Dxb4 17. Hab1 De7 18. Hfc1 Dd7 19. Rd4 Bc5 20. Hxc5!? bxc5 21. Rb3 0-0 22. Rxc5 Dc8 23. Bd3!? (23. Ba4 Hb8 24. Hxb7 Hxb7 25. Bxc6 Hb6 26. Ba4 Hd8 27. Dd3 Da8 28. Bc2 Kf8 29. Dh7 Dc6) 23. -- Hb8 24. Bxh6!? f5 25. exf6 Hxf6 26. Bg5 Rd4 27. Dh5 Rf3+ 28. Kg2 Rxg5 29. hxg5 Hf5 30. Bxf5 exf5 31. g6 o.s.frv.

16. a4 a5 17. Bb5 Kd8 18. Hfd1 Kc8?!

Það er ekki ljóst, hvernig Róbert hefði brugðist við 18. . . axb4 í þessari stöðu, t. . d. 19. Bxc6 Bxc6 20. Rd4 Bd7 21. c4!? c5 22. cxd5 exd5 23. Rb5 Be6 og ekki er gott að finna framhald á sókn hvíts, þótt staðan líti vel út.

19. Bxc6 Bxc6 20. Rd4 Bb7 21. bxa5 Hxa5 22. Rb3 Ha6 23. Be3 g5 24. h5 c5 25. a5 Dc7

Eða 25. . . c4 26. axb6 Hxa1 27. Rxa1 o.s.frv.

26. axb6 Hxb6 27. Ra5 Ba6 28. Da2 Be7

Svartur má líklega drepa peðið: 28. . . Dxe5!?, t. d. 29. Hdb1 Hxb1+ 30. Hxb1 Dc7 31. Rb3 Bb7 32. Da4 Be7 33. Db5 Bc6 34. Da6+ Bb7 með jöfnu tafli.

29. Hdb1 Hxb1+ 30. Hxb1 Bd8

31. Rc4! Bxc4?!

Skárra er 31. . . Dc6 32. Rd6+ (32. Rb6+ Bxb6 33. Dxa6+ Kc7 34. De2 Kd7 35. Df3 f5!? 36. exf6 ep Hf8) 32. -- Kd7 33. Ha1 Bc4 (33. . . Bc8 34. Da7+ Bc7 35. Bxc5 Hf8 36. Rb5) 34. Rxc4 dxc4 35. Dxc4 Bc7 36. Bxc5 Bxe5 37. Ha7+ Kc8 38. Hxf7, þótt svartur standi einnig höllum fæti í því tilviki.

Nú missir svartur svo mikið lið, að lokin eru ekki langt undan.

32. Da8+ Kd7 33. Hb7 Dxb7 34. Dxb7+ Bc7 35. Bxc5 Hb8 36. Da7 Kc6 37. Bd6 Hb1+ 38. Kh2 Bxd6 39. exd6 Kxd6 40. Dxf7 Bd3 41. Df8+ Kd7 42. f3 Hb2+ 43. Kg1 Hb1+ 44. Kf2 g4 45. Ke3 Hd1 46. Dg7+ Kd6 47. Dxg4 Bc4 48. Df4+ Ke7 49. Dxh6 e5 50. Dg5+ Kf7 51. h6 d4+ 52. cxd4 exd4+ 53. Kf4 og svartur gafst upp.

Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Bragi Kristjánsson