SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ráðið Þormóð Þormóðsson í stöðu formanns rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, frá 1. september. Þormóður Þormóðsson er 38 ára gamall. Hann hefur BS-gráðu í flugviðhaldsrekstrarfræði frá Embry Riddle-háskólanum í Bandaríkjunum.

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ráðið Þormóð Þormóðsson í stöðu formanns rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, frá 1. september.

Þormóður Þormóðsson er 38 ára gamall. Hann hefur BS-gráðu í flugviðhaldsrekstrarfræði frá Embry Riddle-háskólanum í Bandaríkjunum.

Þormóður hefur unnið hjá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar, Flugfélaginu Atlanta, Flugleiðum hf. og hjá Íslandsflugs hf.

Fyrr á þessu ári var Þormóður ráðinn starfsmaður RNF. Skúli Jón Sigurðsson, fráfarandi formaður RNF, mun enn um sinn sinna verkefnum fyrir ráðuneytið og nefndina.