EMBÆTTISMENN danska dómsmálaráðuneytisins hafa haft skýrt skilgreindu verkefni að sinna síðustu vikurnar: Að finna lausn á því hvernig hægt sé að fá dómara til þess að kveða upp harðari refsidóma í nauðgunarmálum.

EMBÆTTISMENN danska dómsmálaráðuneytisins hafa haft skýrt skilgreindu verkefni að sinna síðustu vikurnar: Að finna lausn á því hvernig hægt sé að fá dómara til þess að kveða upp harðari refsidóma í nauðgunarmálum.

Í frétt Berlingske Tidende um málið segir, að þar sem kröfur almennings og þrýstingur stjórnmálamanna um þyngingu refsinga í nauðgunarmálum virðist ekki hafa breytt neinu um það hvernig dæmt er í slíkum málum að óbreyttri löggjöf. Hafi nú starfsmenn dómsmálaráðuneytisins samið tillögur að því hvernig ná megi markmiðinu fram. Verða tillögurnar ræddar á þingi í október.

Lögfræðingar ráðuneytisins leggja til að refsiramminn fyrir nauðgunarbrot verði hækkaður í 10 ára fangelsi. Jafnframt er gert ráð fyrir að dómavenju verði breytt þannig, að almennt verði kveðnir upp um einu ári lengri refsidómar fyrir nauðgunarbrot en danskir dómstólar hafa tíðkað að núgildandi lögum; þannig verði refsingin fyrir "venjulega" nauðgun hækkuð í tveggja og hálfs árs fangelsi í stað eins og hálfs árs nú.