Í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 15,5 milljarða króna og inn fyrir 17,2 milljarða króna og voru vöruskiptin í júlí því óhagstæð um 1,7 milljarða króna, en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 4,0 milljarða á föstu gengi.

Í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 15,5 milljarða króna og inn fyrir 17,2 milljarða króna og voru vöruskiptin í júlí því óhagstæð um 1,7 milljarða króna, en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 4,0 milljarða á föstu gengi.

Halli var á vöruskiptunum við útlönd fyrstu sjö mánuðina, nam 11,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 24,3 milljarða á föstu gengi. Fyrstu sjö mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn því 12,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra.

Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 7,5 milljörðum eða 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar að stórum hluta af útflutningi á áli og auknum skipaútflutningi. Sjávarafurðir voru 63% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu sjávarafurða má einna helst rekja til aukins útflutnings á fiskimjöli.

Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 5,2 milljörðum eða 4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur hefur orðið í innflutningi á flutningatækjum