Jarðvegurinn er frystur ofan í skautasvellið og verður síðan skafinn af að sýningunni lokinni eftir næstu helgi.
Jarðvegurinn er frystur ofan í skautasvellið og verður síðan skafinn af að sýningunni lokinni eftir næstu helgi.
UNDIRBÚNINGUR fyrir sýninguna Heimilið og Islandica 2001, sem verður í Laugardalnum 6.-10. september, er nú á lokastigi. Um 120 aðilar munu kynna vörur og þjónustu á sýningunni.

UNDIRBÚNINGUR fyrir sýninguna Heimilið og Islandica 2001, sem verður í Laugardalnum 6.-10. september, er nú á lokastigi. Um 120 aðilar munu kynna vörur og þjónustu á sýningunni. Sýningarsvæðið nær alls yfir 242 þúsund fermetra svæði, sem er á við fimm Kringlur.

Á þeim hluta sýningarinnar sem fjallar um heimilin verða nýjungar í upplýsingatækni heimilanna kynntar, íslenskur verðlaunahönnuður mun sýna verk sín og húsgögn höfð til sýnis. Einnig munu um 50 aðilar kynna vörur og þjónustu sem tengist íslenska hestinum. Nýr íslenskur hnakkur, sem er hannaður fyrir fatlaða verður kynntur auk þess sem söðlasmiður og járningameistarar munu sýna listir sínar.

Vegna sýningarinnar og þeirrar hestaumferðar sem fyrirhuguð er, hefur jarðvegi tugatonnatali verið dreift á svellið en um er að ræða sérblandað efni, framleitt af Jóhannesi Oddssyni. Uppistaðan í efninu er leir og hefur efnið verið notað í gólf á reiðhöllum. Jarðvegurinn er frystur ofan í skautasvellið og nemur þykktin um 10 cm. Að sýningunni lokinni verður efnið skafið ofan af svellinu.