MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Pétri Má Ólafssyni, útgáfustjóra Vöku-Helgafells: "Þorgeir Þorgeirson ritar grein í Morgunblaðið þann 31. ágúst sl.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Pétri Má Ólafssyni, útgáfustjóra Vöku-Helgafells:

"Þorgeir Þorgeirson ritar grein í Morgunblaðið þann 31. ágúst sl. þar sem hann kvartar yfir því að stjórnarskráin sé hvergi fáanleg og hvetur bókaútgefendur til að bæta úr því. Mér er bæði ljúft og skylt að upplýsa að Vaka-Helgafell gaf stjórnarskrána út árið 1996 í innbundinni ódýrri útgáfu. Að auki gaf forlagið út Mannréttindasáttmála Evrópu fyrr á þessu ári í sama flokki bóka. Báðum útgáfum fylgir stuttur inngangur þar sem efni þessara grundvallarrita um réttindi fólks er útskýrt.

Bækurnar fást í helstu bókaverslunum þannig að áhyggjur Þorgeirs af því að Íslendingar geti ekki nálgast stjórnarskrána eru ástæðulausar."