*** Leikstjóri: Leon Ichaso. Handrit: Jamal Joseph. Aðalhlutverk: David Ramsey, Vondie Curtis-Hall. (90 mín.) Bandaríkin, 2000. Skífan. Öllum leyfð.

ÆVIFERILL hnefaleikarans Muhammed Ali er ævintýri líkastur. Hann vann sig upp til metorða í fordómafullu samfélagi og áður en yfir lauk hafði hann lagt heiminn að fótum sér. Hér er á yfirgripsmikinn hátt greint frá lífshlaupi hans, æskuárunum, bardögunum, sviptingum í einkalífinu, kynnum af Malcolm X og þjóð islams, og síðast en ekki síst ótrúlegri endurkomu Alis í bardaganum við George Foreman í Zaire, en þessi þekktasti viðburður

hnefaleikasögunnar myndar ramma frásagnarinnar. Lítið er út á myndina að setja, hún er vel leikin og skrifuð og gefur forvitnilega innsýn í persónu Alis. Hún fær hér afar góð meðmæli og ekki aðeins fyrir áhugafólk um hnefaleika.

Heiða Jóhannsdóttir