Skyldu tengdaforeldrarnir vera byrjaðir að nöldra?
Skyldu tengdaforeldrarnir vera byrjaðir að nöldra?
NÖLDUR og nag í tengdaforeldum virðist hafa langtíma áhrif á hjónabandssæluna til hins verra.
NÖLDUR og nag í tengdaforeldum virðist hafa langtíma áhrif á hjónabandssæluna til hins verra. Í könnun sem birtist í ágústhefti Journal of Marriage and Family má sjá að jafnvel 20 árum eftir að fólk gengur í hjónaband geta deilur við tengdaforeldrana enn sett mark sitt á gæði hjónabandsins. Farsælt hjónaband var í könnuninni skilgreint sem sambland trúfestu, stöðugleika og gefandi samskipta. Gæði samskipta við tengdaforeldra voru á hinn bóginn skilgreind út frá hve mikið viðvarandi ósamkomulag, spenna og ágreiningsmál lituðu samskiptin. Það sem kom rannsakendum mest á óvart var í hve ótrúlega mörg ár foreldrar náðu að hafa áhrif á hjónaband barna sinna og einnig að þær konur sem upplifðu sitt hjónaband sterkt og gott áttu auðveldast með að halda góðum samskiptum við tengdaforeldrana. Þessa tilhneigingu var hins vegar ekki eins að finna hjá körlun. Höfundar rannsóknarinnar telja foreldra þróa með sér ólíkar kynjabundnar væntingar til hjónabands. Þær væntingar setji meiri þrýsting á eiginmanninn til þess að viðhalda heilbrigðu hjónabandi.