GARÐABÆR er með mjög gott orð á sér fyrir að vera fyrirmyndarbær með fyrirmyndaríbúum. En er allt satt, er sagt frá bæði vondum og slæmum atburðum í bænum eða bara góðum?

GARÐABÆR er með mjög gott orð á sér fyrir að vera fyrirmyndarbær með fyrirmyndaríbúum. En er allt satt, er sagt frá bæði vondum og slæmum atburðum í bænum eða bara góðum? Amma mín og afi búa í litlu þorpi úti á landi, en þau bjuggu einu sinni í Garðabæ og leið eins og þau væru í villta vestrinu! Þau eru mikið útivistarfólk og fara oft út í göngutúra en þau voru hætt að fara út eftir að þau fluttu í Garðabæinn. Ástæðan var einfaldlega sú að þau þorðu það ekki! Þau þorðu ekki uppá Garðatorg í hraðbanka, og þorðu ekki í göngutúra af því að þau voru elt af unglingum. Þetta gætu margir túlkað sem ofsóknaræði, en þeim var öllum lokið þegar tvívegis var brotist inn í fjölbýlishús þeirra og ekkert kom um það í blöðum og nánast ekkert var gert í málinu. Fólk veit ekkert af þessu af því að það er eins og einhver friðhelgi eða þagnareiður hvíli yfir bænum. Í kringum áramótin og fyrir jól gekk mikið á í bænum. Hraðbanki var sprengdur og tilraun var gerð til þess að kveikja í skólanum á gamlárskvöld, sem betur fer mistókst það. Fyrir jól voru sprengdar tvær heimatilbúnar reyksprengjur á skólatíma og ein til viðbótar á opnu húsi og þá kviknaði í gúmmímottu og allir þurftu að yfirgefa skólann. Margir mundu segja: ,,Nei þetta er bara bull, við hefðum frétt af því." En það er nákvæmlega það sem gerist ekki! Ekkert kemur í fjölmiðlum og ekkert er sagt frá. Af hverju fá vandræðaunglingar þennan frið til að sprengja og kveikja í, án þess að eitthvað sé gert í málinu? Frændi minn er í lögreglunni og hann segir að Garðabær sé bara brjálaður bær sem fái allt of mikla friðhelgi. Hann hefur oft þurft að flýja undan unglingum í Garðabæ. Ég er samt ekki að segja að Garðabær sé eini bærinn með vandræðaunglingum, en hann virðist vera sá eini sem nýtur þessarar friðhelgi. Hvernig ég veit þetta er bara af því að ég hef verið áhorfandi. Ég hef ekki frétt af þessu hjá fjölmiðlum. Hvaðan fær bærinn þessa friðhelgi og hvernig er hægt að rjúfa hana?

Nemandi í Garðaskóla.

Verðlagsmál

ÞAÐ er með ólíkindum hvernig verðlag á mjólk og brauðvörum er mismunandi eftir bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig stendur á því að 1/4 úr lítra af mjólk kostar 40 kr. í Bakaríi Sandholt á Laugavegi en 25 kr. í Bernhöftsbakaríi?

Einnig er ótrúlegt hvað hvítt brauð t.d. í líkingu við það sem heitir Baguette og inniheldur eingöngu vatn, hveiti, ger og salt getur kostað margar krónur. Í konditori bakaríí á Suðurlandsbraut kostar eitt lítið baguette 90 kr. en í franska bakaríínu á Njálsgötu kostar það 60 kr. Það er mikill munur á einu stykki af brauði sem er á við stórt rúnnstykki þ.e. 50% hærra verð. Og þar sem ég er nú byrjuð að ræða verðlag þá skil ég ekki hvernig ferskjur geta kostað kr. 899 kg en þannig var verðlagið á þeim í síðustu viku í verslun 11-11 við Hlemmtorg. Erlendis er kílóverð á ferskjum 200-300 kr. og jafnvel lægra en það. Hvernig getur staðið á þessari álagningu hér á landi? Ef einhver gæti svarað þessu þá væri nú fróðlegt að heyra.

E.J.

Veiðibox tapaðist

VEIÐIBOX tapaðist á Þingvöllum um síðustu helgi. Fundarlaun. Vinsaml. hafið samb. við Ólaf í s. 698-6911.

Lyklakippa tapaðist

LYKLAKIPPA með Manchester United-skildi tapaðist í eða við Austurberg eða við Mjódd. Uppl. í s. 557-3212.

Gullarmband tapaðist

GULLARMBAND tapaðist laugardag eða sunnudag í síðustu viku. Gæti hafa tapast við Laugardalslaug, Hallgrímskirkju eða á River Gauche í Kópavogi. Fundarlaun. Uppl. í s. 588-5045 eða 699-4042.

Tvískipt gleraugu töpuðust

TVÍSKIPT vínrauð gleraugu í grænbláu hulstri með nafninu Face á, töpuðust mánudaginn 27. ágúst sl. annaðhvort við Hlíðarsmára eða í eða við World Class.

Skilvís finnandi er vinsaml. beðinn að hafa samb. í síma 588-7453.

Peningar fundust í Mjódd

29. ÁGÚST sl. fundust peningar innvafðir í greiðslustrimil við Mjódd í Breiðholti. Upplýsingar í síma 565-6090.