BJÖRN Thoroddsen gítarleikara þarf vart að kynna fyrir íslensku tónlistaráhugafólki. Hann hefur í gegnum árin leikið með hinum ýmsu hljómsveitum, hina ýmsu tónlist.

BJÖRN Thoroddsen gítarleikara þarf vart að kynna fyrir íslensku tónlistaráhugafólki. Hann hefur í gegnum árin leikið með hinum ýmsu hljómsveitum, hina ýmsu tónlist. Síðastliðin ár hefur hann verið liðsmaður tríósins Guitar Islancio ásamt þeim Gunnari Þórðarsyni og Jóni Rafnssyni. Fyrir jól kemur út þriðja breiðskífa þeirra félaga en á miðvikudag halda þeir tónleika á Djasshátíð Reykjavíkur ásamt franska fiðlusnillingnum Didier Lockwood.

Hvernig hefur þú það í dag?

Ég hef það gott. Við félagarnir í Guitar Islancio vorum að klára okkar þriðju plötu og erum núna að undirbúa okkur fyrir Djasshátíðina sem hefst 5. sept, þannig að það er svolítill hraði á öllu núna.

Hvað ertu með í vösunum í augnablikinu?

Tvær gítarneglur og bíllykla.

Ef þú værir ekki tónlistarmaður, hvað værir þú þá?

Ég hef mikinn áhuga á sagnfræði og gæti alveg séð mig í svoleiðis starfi. Og þó, ég hef kannski ekki þolinmæðina. Draumurinn þegar ég var polli var að verða leigubílstjóri.

Django Reinhardt eða Jimi Hendrix?

Þeir voru báðir meiriháttar. Þó

er smá taug sem togar örlítið meira í Django-áttina.

Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á?

Í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar léku hafnfirskar hljómsveitir sem hétu Gálgafrestur og Regnið.

Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða?

Fyrst mundi ég huga að manneskjum en eftir það myndi ég huga að gíturunum mínum.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Ég er of auðtrúa.

Hefur þú tárast í bíó?

Þegar ég sá Bananas með Woody Allen táraðist ég af hlátri.

Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel.

Tónlist, flug, forvitni, áhugi, samúð.

Hvaða lag kemur þér í stuð?

Þau eru svo rosalega mörg.

Hvert er þitt mesta prakkarastrik?

Þegar ég var smápolli bað konan í næsta húsi mig að fara út í búð og kaupa þvottaefni. Ég hafði aldrei farið út í búð áður, kunni varla að tala, en fór samt og gleymdi strax hvað ég átti að kaupa og þegar ég var svo kominn í búðina gat ég ekki annað en keypt eitthvað. Ég keypti nammi fyrir allan peninginn, fór síðan í næstu götu og lék stórkarl, gaf öllum sem vildu. Ég var flengdur fyrir vikið.

Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað?

Það var í Rússlandi, nánar tiltekið í miðri Síberíu, var ég á ferð með hljómsveit Björgvins Halldórssonar og við Hjörtur Howser, sem var

hljómborðsleikari í sveitinni, fórum á skrítinn matsölustað sem ég kann ekki að nefna en þar vorum við örugglega að borða hundakjöt. Þetta var árið 1982 og lítill matur til á þessum slóðum, McDonald's var ekki kominn til Síberíu.

Hvaða plötu keyptir þú síðast?

Spain með Michel Camilo og Tomatito.

Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér?

Gamli karlinn sem leikur í öllum karatemyndunum.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu?

Aðallega að hafa ekki heimsótt og verið með fólki sem nú er látið þegar tími gafst til. Það eru hlutir sem maður ætlar að gera á morgun.

Trúirðu á líf eftir dauðann?

Já, ég vil trúa því, í einhverri mynd.

Björn Thoroddsen