ÞÓREY Edda Elísdóttir náði ekki að fara yfir byrjunarhæðina á gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Berlín í gærkvöld. Hún, Doris Auer frá Austurríki og Annika Becker frá Þýskalandi felldu 4,16 metra.
ÞÓREY Edda Elísdóttir náði ekki að fara yfir byrjunarhæðina á gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Berlín í gærkvöld. Hún, Doris Auer frá Austurríki og Annika Becker frá Þýskalandi felldu 4,16 metra. Svetlana Feofanova frá Rússlandi sigraði, stökk 4,56 metra en landa hennar Jelena Isinbajeva og Yvonne Buschbaum frá Þýskalandi stukku 4,46 metra. Þetta var sjöunda og síðasta gullmótið og fjórir náðu að sigra í fimmta skipti og tryggja sér hlutdeild í 50 milljón króna gullpottinum. Allen Johnson frá Bandaríkjunum sigraði í 110 m grindahlaupi karla á 13,04 sekúndum, Hicham El Guerrouj frá Marokkó vann 2.000 m hlaup karla á 4:51,17 mínútum, Olga Jegorova frá Rússlandi vann 5.000 metra hlaup kvenna á 14:29,32 mínútu og Andre Bucher frá Sviss sigraði í 800 m hlaupi karla á 1:43,82 mínútu.