Guðmundur Breiðfjörð, frá kvikmyndadeild Skífunnar, ánægður með mætinguna í góðra vina hópi.
Guðmundur Breiðfjörð, frá kvikmyndadeild Skífunnar, ánægður með mætinguna í góðra vina hópi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BEÐIÐ hefur verið eftir Apaplánetu Tim Burtons með eftirvæntingu. Um er að ræða nýja mynd, með nýjum söguþræði og nýjum persónum þó að hugmyndafræði myndarinnar sé sú sama og þeirrar upprunalegu.

BEÐIÐ hefur verið eftir Apaplánetu Tim Burtons með eftirvæntingu. Um er að ræða nýja mynd, með nýjum söguþræði og nýjum persónum þó að hugmyndafræði myndarinnar sé sú sama og þeirrar upprunalegu. Það er því ekki verið að apa eftir gömlu myndinni, heldur er ævintýrið byggt upp á nýtt frá grunni. Myndin ber sterk stíleinkenni leikstjórans, en hann hefur áður gert myndir á borð við Sleepy Hollow, Batman, The Nightmare Before Christmas og Beetlejuice.

Skiljanlega var því fullt út úr dyrum þegar Regnboginn forsýndi myndina á fimmtudagskvöldið.

Á móti gestum tóku nokkrar myndarlegar simpansastúlkur og var ekki annað að sjá en þær vektu mikla lukku.

Myndin hefur nú verið tekin til sýningar um allt land og ekki ólíklegt að margir muni heimsækja Apaplánetuna um þessa helgi.