GÖMLU erkióvinirnir á knattspyrnuvellinum, Þýskaland og England, mætast í mikilvægum leik í undankeppni HM knattspyrnu í München í dag. Þjóðverjar sitja fyrir leikinn í efsta sæti 9. riðils en Englendingar verma 2. sætið.

GÖMLU erkióvinirnir á knattspyrnuvellinum, Þýskaland og England, mætast í mikilvægum leik í undankeppni HM knattspyrnu í München í dag. Þjóðverjar sitja fyrir leikinn í efsta sæti 9. riðils en Englendingar verma 2. sætið.

England verður hreinlega að vinna til að eiga möguleika á fyrsta sætinu en tapi það er Þýskaland öruggt í fyrsta sætinu. Þjóðverjar geta því tryggt sér farseðil á lokakeppnina í S-Kóreu og Japan. Englendingar eiga enn möguleika á að komast í lokakeppnina, þótt þeir töpuðu en þurfa að leika aukaleiki við annaðhvort Úkraínu eða Hvít-Rússa.

Er þjóðirnar mættust í Englandi í fyrri viðureign liðanna, sem var jafnframt síðasti leikur sem haldinn var á Wembley, hafði Þýskaland betur, 1:0, og Kevin Keagan þáverandi landsliðsþjálfari sagði af sér strax eftir leikinn. England hefur ekki unnið í Þýskalandi síðan 1965 og því eru líkurnar í liði með Þjóðverjum.

Mehmet Scholl getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla er þar skarð fyrir skildi í þýska liðinu. David Beckham er hins vegar klár í slaginn með því enska, en hann meiddist í nára í leik með Manchester United sl. sunnudag.