* LIVERPOOL gerði sér lítið fyrir í gær og keypti tvo markverði, sem þar með ná því báðir að vera löglegir með liðinu í meistaradeild Evrópu .

* LIVERPOOL gerði sér lítið fyrir í gær og keypti tvo markverði, sem þar með ná því báðir að vera löglegir með liðinu í meistaradeild Evrópu . Það eru Chris Kirkland, efnilegasti markvörður Englands, sem Liverpool keypti frá Coventry fyrir um einn milljarð króna, og pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek , sem kemur frá Feyenoord fyrir tæpar 800 milljónir.

* DUDEK var sagður hafa fallið á meiðslaprófi í gærmorgun en síðdegis var tilkynnt að hann væri kominn í raðir Liverpool . Þar með virðast dagar Sanders Westervelds vera taldir hjá félaginu en hann hefur verið gagnrýndur mjög fyrir slaka frammistöðu gegn Bolton á dögunum.

* SILVINHO , brasilíski bakvörðurinn sem hefur leikið með Arsenal , var í gær seldur til Celta Vigo á Spáni þar sem hann skrifaði undir fimm ára samning.

* BRYNJAR Freyr Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram . Auk þess ætlar Brynjar að þjálfa 2. og 3. flokk karla. Undanfarin tvö ár hefur Brynjar þjálfað kvennalið Holbæk í Danmörku .

* REAL Betis , sem nýlega hefur borið víurnar í Jóhannes Karl Guðjónsson hefur keypt Joao Tomas frá Benfica á rúmar 350 milljónir ísl. króna. Tomas er framherji en greinilegt er að Betis ætlar sér stóra hluti í spænsku deildinni í vetur því liðið hefur þegar boðið RKC Waalwijk um 400 milljónir fyrir Jóhannes Karl sem enn er að hugsa málið.

* FRANSKI varnarmaðurinn Laurent Blanc, sem skrifað hefur undir samning við Manchester United, sagðist í gær stoltur og ánægður yfir því að fá tækifæri til að enda feril sinn í Englandi . Hann lofaði jafnframt að reyna að læra ensku sem fyrst en þátttaka í Meistaradeildinni vó þó þyngst um ákvörðun hans að leika fyrir United .