FEÐGARNIR frá Gerði í Vestmannaeyjum, Gunnar Stefánsson og synir hans Leifur og Stefán Geir, fóru á fýlaveiðar á dögunum. Fýlinn veiddu þeir inni á Ál, en töluvert hefur verið um fýl á þessum slóðum eins og undanfarin ár.
FEÐGARNIR frá Gerði í Vestmannaeyjum, Gunnar Stefánsson og synir hans Leifur og Stefán Geir, fóru á fýlaveiðar á dögunum. Fýlinn veiddu þeir inni á Ál, en töluvert hefur verið um fýl á þessum slóðum eins og undanfarin ár. Fýlinn verkuðu þeir saman og verður hann reyktur að þessu sinni, en fýllinn er ýmist reyktur eða saltaður að gömlum sið. Þeir feðgar munu síðar blása til fýlaveislu og komast þá færri að en vilja. Þrátt fyrir að fýllinn þyki ekki lykta vel þá þykir hann herramannsmatur og er oft á borðum Eyjamanna á þessum tíma.