ALLA laugardaga í september og október verður boðið upp á gönguferðir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í gönguferðunum verður fjallað um ýmis efni er tengjast sögu og náttúru Þingvalla. Í fyrstu laugardagsgöngunni 1.

ALLA laugardaga í september og október verður boðið upp á gönguferðir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í gönguferðunum verður fjallað um ýmis efni er tengjast sögu og náttúru Þingvalla.

Í fyrstu laugardagsgöngunni 1. september verður farið um hinn forna þingstað og saga þings og þjóðar rakin. Gangan hefst við Flosagjá klukkan 13:00 og tekur rúmlega klukkustund.

Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar um dagskrána má fá hjá landvörðum í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is.