ÚTVARP Boðun fm 105,5 er ný kristileg útvarpsstöð sem hefur göngu sína í dag, laugardag 1. september. Í september fara fram tilraunaútsendingar en svo hefst fullt starf útvarpsins 1. október.

ÚTVARP Boðun fm 105,5 er ný kristileg útvarpsstöð sem hefur göngu sína í dag, laugardag 1. september. Í september fara fram tilraunaútsendingar en svo hefst fullt starf útvarpsins 1. október.

Útvarp Boðun leggur áherslu á fræðslu um boðskap Biblíunnar og það að auðvelda fólki að skilja orð Guðs. Ásamt tónlist verða á dagskrá þættir af ýmsu tagi, svo sem spjallþættir um reynslu og lífshlaup einstaklinga. Þá verða einnig þættir um líf og heilsu. Börn og unglingar munu einnig fá efni við sitt hæfi.

Útvarpsstjóri Útvarps Boðunar fm 105,5 er dr. Steinþór Þórðarson sem hefur um árabil haldið námskeið um Biblíufræðslu á höfuðborgarsvæðinu, m.a. úr Opinberunarbók Jóhannesar.