Unglingalið SKÍ 14-15 ára ásamt þjálfurum á leið á Nípukoll.
Unglingalið SKÍ 14-15 ára ásamt þjálfurum á leið á Nípukoll.
FYRIR skemmstu dvaldi unglingalið Skíðasambands Íslands við æfingar í Neskaupstað. 18 krakkar á aldrinum 14-15 ára mættu til æfinga undir stjórn Gunnlaugs Magnússonar þjálfara.
FYRIR skemmstu dvaldi unglingalið Skíðasambands Íslands við æfingar í Neskaupstað. 18 krakkar á aldrinum 14-15 ára mættu til æfinga undir stjórn Gunnlaugs Magnússonar þjálfara. Auk hefðbundinna þrekæfinga, sem fram fóru í íþróttamannvirkjum Neskaupstaðar og við nýjan snjóflóðavarnargarð, gengu krakkarnir á fjöll, sigldu á kajökum um Norðfjörð og klifruðu í klifurvegg björgunarsveitarinnar Gerpis. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins rakst á hópinn var hann á leið í fjallgöngu á Nípukoll, sem er allbrött gönguleið á hæsta hluta Norðfjarðarnípu sem er í 819 m hæð.