Ólafur K. Ólafsson sýslumaður.
Ólafur K. Ólafsson sýslumaður.
LIONSKLÚBBUR Stykkishólms og Rótarýklúbbur Stykkishólms hafa á síðustu árum látið umhverfismál til sín taka. Hafa þeir tekið þátt í hreinsunarverkefnum og veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í Stykkishólmi.

LIONSKLÚBBUR Stykkishólms og Rótarýklúbbur Stykkishólms hafa á síðustu árum látið umhverfismál til sín taka. Hafa þeir tekið þátt í hreinsunarverkefnum og veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í Stykkishólmi.

Á dönskum dögum var veitt viðurkenning fyrir fallegan garð sumarið 2001. Að þessu sinni var það Sýslumannsembættið sem hlaut viðkenningu fyrir fallega lóð. Sýslumannsembættið flutti í nýtt húsnæði í september á síðasta ári. Það vakti mikla athygli að frágangur lóðar var hluti af byggingu húsnæðisins. Um leið og húsnæðið var tekið í notkun var lokið við frágang lóðar. Bæði nýja húsið og umhverfi þess setur fallegan svip á innkeyrsluna í bæinn.

Að sögn Ólafs K Ólafssonar sýslumanns var það Arkitektastofa Gylfa Guðjónssonar og félaga sem teiknaði húsið. Þeir fengu Pétur Jónsson landslagsarkitekt til að hanna lóðina. Björgvin Finnson, garðyrkjumaður í Stykkishólmi, hefur séð um lóðina og gætt þess að hún líti alltaf fallega út. Ólafur sýslumaður er ánægður með hvernig til hefur tekist og með þann hlýhug og hvatningu sem viðurkenning klúbbanna er.