Í dag er laugardagur 1. september 244. dagur ársins 2001. Egidíusmessa. Orð dagsins: Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er ljós upp runnið.

Skipin

Reykjavíkurhöfn : Freyja og Crown Princess koma og fara í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss kemur á morgun.

Mannamót

Bólstaðarhlíð 43. Söngur við píanóið með Jónu Kristínu verður á mánudögum kl. 13:30 í vetur Fyrsti söngtíminn verður mánudaginn 3. september. Allir eru hvattir til að mæta, jafnt laglausir sem lagvissir.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Ganga kl. 10, rúta frá Miðbæ kl. 9:50. Innritun stendur yfir á myndlistarnámskeið hjá Rebekku. Dagsferð verður farin 13. sept. Innritun hafin í Hraunseli. Ferðaskrifstofan Sól verður með ferðakynningu í kaffinu á mánudag og harmonikkuleik.

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu Sunnudagur: Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi.

Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sigvalda framhald kl. 19-20:30 og byrjendur kl. 20:30-22. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Dagsferð á Njáluslóðir 5. september. Sögusetrið á Hvolsvelli skoðað. Farið verður með Arthúri Björgvini Bollasyni á Njáluslóðir. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Þeir sem eiga pantað vinsamlegast sækið farmiðann sem fyrst. Opið hús verður laugardaginn 8. september kl. 13:30. í Ásgarði Glæsibæ þar sem félagsstarfið verður kynnt. Söngur, danssýning, leikstarfsemi og fl. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heimsferða verður haldinn föstudaginn 14. september. Húsið opnað kl. 18:30, veislustjóri Sigurður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, leikarar úr Snúð og Snældu skemmta , ferðakynningar, happdrætti, Hjördís Geirs og Guðmundur Haukur sjá um dansinn. Farið verður til Kanaríeyja 20. nóvember á sérstökum vildarkjörum. Upplýsingar og skráning á skrifstofunni. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10-12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10-16 í síma 588-2111.

Félagsstarf eldri borgara Garðabæ. Ferð vestur í Dali laugardaginn 8. sept kl. 8 frá Kirkjuhvoli, farið að Eiríksstöðum, súpa og brauð að Laugum í Sælingsdal, byggðarsafnið skoðað, ekið fyrir Klofning og inn í Saurbæ, ýmsir merkir staðir skoðaðir á þessari leið. Kvöldmatur snæddur í Mótel Venus. Leiðsögumaður Guðbrandur Valdimarsson. Þáttaka tilkynnist í síma 565-6622 eða s. 820-8571 eftir hádegi Margrét, eða 565-7826 eða 895-7826 Arndís, fyrir miðvikudaginn 5. sept. Ath. takmarkaður sætafjöldi.

Furugerði 1. Vetrardagskráin hefst 3. sept. Bókband mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Útskurður og smíði fimmtudaga og föstudaga. Leirmótun á fimmtudögum. Handavinna og glernámskeið hefst um miðjan september. Leikfimi er á mánudögum og miðvikudögum. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 553-6040.

Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK í Gullsmára hefur starf eftir sumarhlé með tvímenningi í Gullsmára 13. mánudaginn 3. september nk. Eldri bridsarar mæti kl. 12:45 til skráningar. Spil hefst stundvíslega kl. 13. Hittumst hress í Gullsmáranum.

Gjábakki, Fannborg 8. Fyrirhugað er að kenna kínverska leikfimi í Gjábakka í vetur. Áhugasamir skrái þátttöku sem fyrst. Leikfimin hefst í Gjábakka þriðjudaginn 4. sept. skráning er hafin. Kynning á starfsemi í félagsheimilinu Gjábakka frá sept. til des. verður fimmtudaginn 6. september kl. 14. Þar munu FEBK, Hananú og ýmsir áhugamannahópar kynna sína starfssemi auk þess sem skráning og kynning á fyrirhuguðum námskeiðum fer þar fram. Meðal nýjunga er kínversk leikfimi undir stjórn Guðnýjar Helgadóttur og skapandi skrif. Allir velkomnir. Kaffi og heimabakað meðlæti.

Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á vegum Í.T.R á mánudögum og fimmtudögum kl. 19:30, umsjón Edda Baldursdóttir, íþróttakennari. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og föstudögum kl. 9:30, umsjón Óla Kristín Freysteinsdóttir. Mánudaginn 3. sept. bankaþjónusta kl. 13:30-14:30. Allar veitingar í veitingabúð Gerðubergs. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720.

Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verðu á Listatúni í dag laugardag kl. 11. Mætum öll og reynum með okkur.

Vesturgata 7. Bútasaumur hefst þriðjudaginn 4. sept. Myndmennt og postulínsmálun hefst miðvikud. 5 sept. Kóræfingar hefjast mánud. 17. sept.

Dagsferð um Snæfellsnes verður fimmtudaginn 6. september. Lagt af stað frá Vesturgötu 7 kl. 9. Ekið vestur Kerlingaskarð. Tekið hús á Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarnarhöfn, þar sem boðið er upp á hákarl og meðlæti. Kirkjan skoðuð.

Ekið um Grundarfjörð og Ólafsvík til Hellissands þar sem snæddur verður hádegisverður á hótel Eddu. Síðan verður ekið fyrir jökul að Hellnum. Hellnakirkja skoðuð, og litið við í Fjöruhúsinu. Ekið heimleiðis. Leiðsögumaður: Nanna Kaaber. Takmarkaður sætafjöldi. Upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Vinsamlega sækið farmiða fyrir 4. sept.

Minningarkort

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skóverslun, Vestmannabraut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s.487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorlákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483-3633.

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422-7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum-Eymundsson, Strandgötu 31, s. 555-0045.

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík : Skrifstofu L.H.S. Suðurgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552-4045, hjá Hirti, Bónushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561-4256.

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bókaskemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd., Höfðagrund 18, s.431-4081. Í Grundarfirði: í Hrannarbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436-1177.

(Matt. 4, 16.)