LÖGREGLAN í Árnessýslu handtók einn mann og lagði hald á 165 lítra af landa og um 900 lítra af gambra, auk suðutækja og annars búnaðar til landaframleiðslu við húsleit í grennd við Flúðir í gær.

LÖGREGLAN í Árnessýslu handtók einn mann og lagði hald á 165 lítra af landa og um 900 lítra af gambra, auk suðutækja og annars búnaðar til landaframleiðslu við húsleit í grennd við Flúðir í gær.

Landinn var á milli 40 og 45% að styrkleika og gambrinn á mismunandi framleiðslustigi en styrkleiki hans var á bilinu 3-10%.

Maðurinn, sem var handtekinn, viðurkenndi að hafa staðið að framleiðslunni og að hann væri einn viðriðinn málið. Engin skýring fékkst hjá honum á því magni landa og gambra sem hjá honum fannst. Lögreglan í Árnessýslu hafði haft grun um starfsemina og hafði haft málið til rannsóknar uns látið var til skarar skríða.