ÞURÍÐUR Backman, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Austurlandi, sagði að þrátt fyrir að hún væri á móti þessu stóra álveri sem fyrirhugað væri að byggja í Reyðarfirði sætti hún sig við faglegt mat Skipulagsstofnunar.

ÞURÍÐUR Backman, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Austurlandi, sagði að þrátt fyrir að hún væri á móti þessu stóra álveri sem fyrirhugað væri að byggja í Reyðarfirði sætti hún sig við faglegt mat Skipulagsstofnunar.

"Ég treysti fyllilega úrskurði skipulagsstjóra í þessu máli eins og ég treysti honum í fyrri úrskurði varðandi mat á Kárahnjúkavirkjun."

"Það er mengun frá álveri, sérstaklega rafskautaverksmiðjunni, sem fyrirhugað er að byggja þarna. Ég hef áhyggjur af henni og ég hefði gjarnan viljað að fallið hefði verið frá áformum um að bæta henni við" sagði Þuríður.