Húsið er á tveimur hæðum, 262 ferm. alls og með innbyggðum bílskúr. Það stendur á sjávarlóð. Ásett verð er 15,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignavali.
Húsið er á tveimur hæðum, 262 ferm. alls og með innbyggðum bílskúr. Það stendur á sjávarlóð. Ásett verð er 15,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignavali.
Eyrarbakki -Hjá fasteignasölunni Eignaval er nú til sölu gott íbúðarhús við Háeyrarvelli 26 á Eyrarbakka. Húsið er á tveimur hæðum, 262 ferm alls og með innbyggðum bílskúr. Það stendur á sjávarlóð. Ásett verð er 15,9 millj. kr.

Eyrarbakki-Hjá fasteignasölunni Eignaval er nú til sölu gott íbúðarhús við Háeyrarvelli 26 á Eyrarbakka. Húsið er á tveimur hæðum, 262 ferm alls og með innbyggðum bílskúr. Það stendur á sjávarlóð. Ásett verð er 15,9 millj. kr.

"Þetta er mjög áhugavert hús, sem stendur á afar góðum stað á sjávarlóð," segir Sigurbjörn Skarphéðinsson hjá Eignavali.

"Öll vinna er mjög vönduð í þessu húsi. Tveir inngangar eru á sitt hvora hæðina og eru tröppur upp að aðalinngangi, en sérinngangur er á jarðhæð.

Stofa og borðstofa eru bjartar og bogadregin op í veggjum setja skemmtilegan svip á húsið. Útgengt er úr stofu út í garðinn. Sex herbergi, til viðbótar við stofur, eru í húsinu og eru ýmist nýtt sem svefnherbergi eða tómstundaherbergi í dag.

Húsið er fullbúið að utan en vantar nokkuð upp á lokafrágang innanhúss. Nýtanlegt rými er mun meira en skráð er í fasteignamati og samkvæmt teikningum. Gróinn garður er við húsið og plan er hellulagt með hitalögn.

Þessi eign er sérlega áhugaverð fyrir fólk, sem hefur áhuga á að búa rúmt í rólegu umhverfi," sagði Sigurbjörn Skarphéðinsson að lokum. "Aðeins 10-15 mínútna akstur er til Selfoss og 40-45 mínútur til Reykjavíkur. Skipti eru möguleg á eign á höfuðborgarsvæðinu."