Stærsti hluti ráðstefnuhallarinnar er á kafi, en byggingin nær 30 metra niður fyrir yfirborð Miðjarðarhafsins.
Stærsti hluti ráðstefnuhallarinnar er á kafi, en byggingin nær 30 metra niður fyrir yfirborð Miðjarðarhafsins.
Monaco liggur við Miðjarðarhafið, en er ekki nema tveir ferkílómetrar að flatarmáli. Þess vegna er hver fermetri þar afar verðmætur og til þess að auka húsrými hefur verið byggt upp í loftið, út í sjóinn og niður í jörðina. Samt vantar pláss.

Monaco liggur við Miðjarðarhafið, en er ekki nema tveir ferkílómetrar að flatarmáli. Þess vegna er hver fermetri þar afar verðmætur og til þess að auka húsrými hefur verið byggt upp í loftið, út í sjóinn og niður í jörðina. Samt vantar pláss.

Ekki er hægt að byggja inn í Frakkland og því er aðeins einn möguleiki eftir, ef halda á áfram að byggja, en það er undir Miðjarðarhafið.

Það hefur líka verið gert. Sá sem stendur í hljómsveitargryfjunni í ráðstefnuhöllinni Grimaldi Forum, er í raun og veru staddur 17 metra undir yfirborði sjávar.

Einhvers staðar yfir höfði hans liðast bylgjur Miðjarðarhafsins áfram en undir fótum hans sér gríðarlega öflugt dælukerfi um að halda þessari neðansjávarbyggingu þurri. Um 500 rúmmetrum af sjó er dælt burt á hverjum klukkutíma allan sólarhringinn.

Að utanverðu er ekki mikið að sjá af byggingunni, því að hún rís aðeins 14 metra upp fyrir sjávarmál. Það er ekki mikið í samanburði við þá steyputurna, sem sprottið hafa upp alls staðar annars staðar í þessu litla furstadæmi.

En þetta stafar af því að Grimaldi Forum er byggt á sömu grundvallarreglu og borgarísjakarnir. Stærsti hlutinn er undir sjávarmáli, en byggingin nær 30 metra niður fyrir yfirborð Miðjarðarhafsins.

Grimaldi Forum rúmar 2500 ráðstefnugesti og það hefur reynzt nauðsynlegt að byggja þessa ráðstefnuhöll sökum þess að ellegar gæti Monaco ekki lengur keppt við Nizza og Cannes sem ráðstefnubær. Gamla ráðstefnuhöllin í Monaco tekur aðeins 1000-1500 gesti.

Að utanverðu er ekki mikið að sjá af byggingunni, því að hún rís aðeins 14 metra upp fyrir sjávarmál.

(Heimild: Børsen)