Þetta er þakíbúð í nýju steinhúsi og er hún 170 ferm. að stærð. Ásett verð er 22,9 millj. kr., en íbúðin er til sölu hjá Fasteignaþingi.
Þetta er þakíbúð í nýju steinhúsi og er hún 170 ferm. að stærð. Ásett verð er 22,9 millj. kr., en íbúðin er til sölu hjá Fasteignaþingi.
Reykjavík - Hjá Fasteignaþingi er nú í sölu þakíbúð (penthouse) að Naustabryggju 26. Íbúðin er í steinhúsi sem er þrjár hæðir og eru fjórar íbúðir í stigaganginum. Húsið var byggt árið 2000 og er íbúðin 170 fermetrar.

Reykjavík - Hjá Fasteignaþingi er nú í sölu þakíbúð (penthouse) að Naustabryggju 26. Íbúðin er í steinhúsi sem er þrjár hæðir og eru fjórar íbúðir í stigaganginum. Húsið var byggt árið 2000 og er íbúðin 170 fermetrar.

"Þetta er ný og glæsileg fimm herbergja "penthouse" íbúð sem er að mestu á einni hæð, nema hvað eitt herbergi er í risi," sagði Hrafnhildur Bridde hjá Fasteignaþingi.

"Um er að ræða viðhaldsfrítt fjölbýlishús. Hátt er til lofts og vítt til veggja í íbúðinni og setja fallegir gluggar svip sinn á hana. Innréttingar eru vandaðar og smekklegar.

Stiginn upp á efri hæð er fallegur, úr ryðfríu stáli. Sofurnar eru tvær og mjög stórar og opnar. Gengt er úr þeim út á suðursvalir. Parket er á gólfum, gegnheilt eins og innréttingarnar og að hluta eru flísar úr dökkgráum náttúrusteini. Svefnherbergin eru þrjú, það fjórða er í risi.

Baðherbergið er smekklegt. Halogenlýsing er í loftum og tengi fyrir sjónvarp í öllum herbergjum. Þetta er endaíbúð og því gluggar í allar áttir. Ásett verð er 22,9 millj. kr., áhvílandi eru um 4 millj.kr. í húsbréfum. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning."