Húsið er 164,9 ferm. og með fylgir bílskúrsréttur. Ásett verð er 19,8 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Gimli.
Húsið er 164,9 ferm. og með fylgir bílskúrsréttur. Ásett verð er 19,8 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Gimli.
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Gimli er nú í sölu einbýlishús að Nönnugötu 12 í Reykjavík. Þetta er hús úr steini og timbri, byggt 1926 og er það kjallari, hæð og ris. Húsið er 164,9 ferm. og með fylgir bílskúrsréttur.

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Gimli er nú í sölu einbýlishús að Nönnugötu 12 í Reykjavík. Þetta er hús úr steini og timbri, byggt 1926 og er það kjallari, hæð og ris. Húsið er 164,9 ferm. og með fylgir bílskúrsréttur.

"Þetta er gott og vel við haldið hús á góðum stað," sagði Hákon Svavarsson hjá Gimli. " Í kjallara er þvottahús og geymslur ásamt unglingaherbergi og vinnuherbergi. Útgengt er úr kjallara í skjólgóðan suðurgarð. Grunnflötur hússins er 70 fermetrar.

Í risi, sem mælist 45 fermetrar eru þrjú svefnherbergi, öll með dúk, skápur í hjónaherbergi. Í baðherbergi er bæði baðkar og sturta.

Á aðalhæð er flísalögð forstofa og herbergi til hliðar. Gesta WC er með flísum á gólfi. Stofan er stór og þaðan er gengt út á svalir og út í garð.

Eldhúsið er rúmgott með fallegri eikarinnréttingu og rúmgóðum borðkrók, tengi er fyrir þvottavél. Parket er á flestum gólfum nema í risi, þar er dúkur á herbergjum. Ásett verð er 19,8 millj. kr., en áhvílandi eru röskar 7 millj. kr."