Húsið er kjallari, hæð og ris, alls 234 ferm. og selst fullbúið að utan en fokhelt að innan. Ásett verð er 16,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Ási.
Húsið er kjallari, hæð og ris, alls 234 ferm. og selst fullbúið að utan en fokhelt að innan. Ásett verð er 16,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Ási.
Hafnarfjörður - Hús í grennd við Lækinn í Hafnarfirði hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga, en Lækurinn setur mikinn svip á umhverfið, hvort heldur á sumrin eða á veturna.
Hafnarfjörður - Hús í grennd við Lækinn í Hafnarfirði hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga, en Lækurinn setur mikinn svip á umhverfið, hvort heldur á sumrin eða á veturna. Við Lækinn er víða mikið skjól af Hamrinum, sem gnæfir þarna tignarlega yfir og tré og annar gróður þrífast hvergi betur.

Fyrir neðan Öldugötuna er nú verið að gera nýja brú á Lækinn og fegra umhverfið. Brúin verður mun breiðari en sú gamla og umferðarljós á gatnamótunum. Þessi breyting verður eflaust til mikilla bóta.

Talsverðar breytingar verða á þessu hverfi, þegar nýr barnaskóli, sem áformað er að reisa við Hörðuvelli, verður tekinn í notkun, en gamli Lækjarskólinn verður lagður niður og skólahúsið tekið til annarra nota.

Einnig er verið að endurbyggja útivistarsvæðið á Hörðuvöllum. Þar verða göngustígar og betri aðkoma en áður til þess að gefa fuglunum, sem setja svo mikinn svip á Lækinn.

Lítið er um að ný hús í gömlum stíl séu byggð í gamla bænum í Hafnarfirði. Fasteignasalan Ás hefur nú til sölu nýtt einbýlishús við Lækjargötu 20. Húsið er kjallari, hæð og ris, alls 234 ferm. og selst fullbúið að utan en fokhelt að innan. Ásett verð er 16,9 millj. kr.

Teiknistofan Torgið hannaði húsið en byggingaraðili er Ísplast ehf. Húsið er byggt á staðnum með hefðbundnum aðferðum bárujárnsklæddra timburhúsa.

Þannig eru sökklar og kjallari staðsteyptir, en burðargrind útveggja, milligólfs og þaks er úr timbri. Yzta klæðning þaks og útveggja er bárujárn.

"Þetta er nýtt einbýlishús á mjög góðum stað við Lækinn í Hafnarfirði," segir Jónas Hólmgeirsson hjá Ási. "Kjallarinn er 80 ferm., hæðin er 83,7 ferm. og risið er 55,9 ferm.

Möguleiki er á tveimur íbúðum í húsinu ef vill, en í kjallara gæti verið 80 ferm. séríbúð. Húsið er tilbúið til afhendingar nú þegar."

"Það er mikið spurt um þetta hús, enda lítið framboð á húsum á þessu svæði," sagði Jónas Hólmgeirsson ennfremur. "Húsið er í þessum hefðbundna stíl fallegra timburhúsa og fellur því vel inn í byggðina í gamla bænum í Hafnarfirði. En þetta er nýtt hús."