EYJÓLFUR Sverrisson er orðinn markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins frá upphafi en með mörkunum tveimur gegn Tékkum eru þau orðin fimm alls hjá honum.

EYJÓLFUR Sverrisson er orðinn markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins frá upphafi en með mörkunum tveimur gegn Tékkum eru þau orðin fimm alls hjá honum. Hann sigldi þar með fram úr þeim Arnóri Guðjohnsen og Tryggva Guðmundssyni sem voru markahæstir í HM-leikjum fyrir Tékkaleikinn með fjögur mörk hvor.

Eyjólfur er ennfremur næstmarkahæstur í undankeppni Evrópumótsins með fjögur mörk, á eftir Atla Eðvaldssyni, landsliðsþjálfara, sem gerði fimm. Eyjólfur hefur því gert níu af tíu mörkum sínum fyrir Ísland í stórmótunum tveimur en aðeins eitt í vináttulandsleik. Hann er því markahæstur allra ef litið er á þá mótsleiki sem Ísland hefur leikið frá upphafi.