LYKTIR 28 sakamála sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra höfðaði fyrir dómi á árinu 2000 urðu þær að sakfellt var í öllum málunum, en tvö mál þar fyrir utan enduðu með sýknudómi, samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild.

LYKTIR 28 sakamála sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra höfðaði fyrir dómi á árinu 2000 urðu þær að sakfellt var í öllum málunum, en tvö mál þar fyrir utan enduðu með sýknudómi, samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild.

Í þeim málum sem enduðu með sakfellingu sættu 30 einstaklingar ákæru efnahagsbrotadeildar, einkum fyrir skattalagabrot. Til samanburðar má nefna að sýknað var í einu ákærumáli af 48 árið 1999. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fer með rannsókn og saksókn alvarlegra fjármunabrota, en auk þess annast deildin rannsókn og meðferð tilkynninga vegna grunsemda um peningaþvætti.