Þessir krakkar voru að leik í blíðviðrinu fyrir utan Víkurskóla í gær.
Þessir krakkar voru að leik í blíðviðrinu fyrir utan Víkurskóla í gær.
UMHVERFI og kennslusvæði Víkurskóla er nú komið í viðunandi horf að mati Gunnars Kristinssonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, en eins og Morgunblaðið greindi frá um helgina setti Heilbrigðiseftirlitið ákveðin skilyrði fyrir...

UMHVERFI og kennslusvæði Víkurskóla er nú komið í viðunandi horf að mati Gunnars Kristinssonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, en eins og Morgunblaðið greindi frá um helgina setti Heilbrigðiseftirlitið ákveðin skilyrði fyrir því að hægt yrði að hefja kennslu í skólanum nú eftir helgi.

"Þetta hefur tekið alveg geysilega miklum stakkaskiptum þannig að þetta er komið í viðunandi horf," segir Gunnar. "Ég ætla þó að fara með héraðslækni í fyrramálið [í dag] í skólann til að skoða ástandið með tilliti til hugsanlegrar rykmengunar og þess háttar en ég held að þetta verði allt í lagi. Ég bíð svo eftir því sem hann segir varðandi það hvaða kröfur við munum gera í framhaldinu."

Hann segir að gengið hafi verið frá lóðinni í samræmi við óskir hans þannig að umferðarhætta hafi minnkað verulega. Þá sé búið að rykbinda allt innandyra nema gólfin en til standi að bæta þar úr með því að setja á þau glæra húð sem geri öll þrif auðveldari.