Í dag er þriðjudagur 4. september, 247. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Bjarni Sæmundsson og Arnarfell koma í dag. Saturn fer í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss, Drangvík og Kyndill komu í gær. Rán, Mango og Ocean Tiger koma í dag, Ýmir fer í dag.

Fréttir

Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14-17.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17-18.

Mannamót

Árskógar 4. Kl. 9-12 bókband og öskjugerð, kl. 13-16.30 opin smíðastofa, kl. 10-16 púttvöllur opinn. Allar upplýsingar í síma 535-2700.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-13 hárgreiðsla, kl. 8.30-14.30 böðun, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 tréskurður, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 10-11.30 sund, kl. 13-16 leirlist.

Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10-11 samverustund, kl. 14 félagsvist.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna.

Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimin byrjar fimmtudaginn 6. september kl. 11.

Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumar og bridge kl. 13.30. Innritun á myndlistarnámskeið hjá Rebekku. Dagsferð 13. sept. Innritun í Hraunseli.

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Glæsibæ kl. 10. Dagsferð á Njáluslóðir 5. september. Sögusetrið á Hvolsvelli skoðað. Farið verður með Arthúri Björgvini Bollasyni á Njáluslóðir. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Þeir sem eiga pantað vinsamlegast sækið farmiðann sem fyrst. Opið hús verður laugardaginn 8. september kl. 13.30 í Ásgarði Glæsibæ þar sem félagsstarfið verður kynnt. Söngur, danssýning, leikstarfsemi o.fl. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heimsferða verða haldin föstudaginn 14. september. Húsið opnað kl. 18.30, veislustjóri Sigurður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, leikarar úr Snúð og Snældu skemmta, ferðakynningar, happdrætti, Hjördís Geirs og Guðmundur Haukur sjá um dansinn. Farið verður til Kanaríeyja 20. nóvember á sérstökum vildarkjörum. Upplýsingar og skráning á skrifstofunni. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10-12 fh. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10-16 í síma 588-2111.

Félagsstarfið, Hæðargarði 31. Kl. 9-12 hárgreiðsla, sjúkraböðun, kl. 12.45 Bónusferð.

Gerðuberg , félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur, frá hádegi spilamennska, kl. 13 boccia. Föstudaginn 7. sept. kl. 14 hefjast kóræfingar hjá Gerðubergskórnum, stjórn Kári Friðriksson, nýir félagar velkomnir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720.

Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 9.05 og 9.59 leikfimi, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Fyrirhugað er að kenna kínverska leikfimi í Gjábakka í vetur. Áhugasamir skrái þátttöku sem fyrst. Kynning á starfsemi í félagsheimilinu Gjábakkrá frá sept. til des. verður fimmtudaginn 6. september kl. 14. Þar munu FEBK, Hana-nú og ýmsir áhugamannahópar kynna sína starfsemi auk þess sem skráning og kynning á fyrirhuguðum námskeiðum fer þar fram. Meðal nýjunga er kínversk leikfimi undir stjórn Guðnýjar Helgadóttur og skapandi skrif. Allir velkomnir.

Gullsmári Gullsmára 13.

Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna og hárgreiðsla.

Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 10-11 boccia, kl. 11-12 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13-17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist.

Háteigskirkja - eldri borgarar . Á morgun, miðvikudag, fyrirbænastund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13-15.

Mosfellingar - Kjalnesingar og Kjósverjar , 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþróttakennari er með gönguferðir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlaðhömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16 til 16.30. Gönguhópur 2: kl. 16.30.

Norðurbrún 1. Kl. 10-11 ganga.

Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10 fótaaðgerðir og almenn leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 14 félagsvist. Öll starfsemi í stöðinni er hafin og skráning í eftirfarandi námskeið stendur yfir, bókband, bútasaumur, glerbræðsla, glerskurður, körfugerð, leirmótun og smíði. Vitatorgskórinn byrjar æfingar 5. september kl. 15.30, nýir félagar velkomnir.

Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Bútasaumur hefst þriðjudaginn 4. sept. Myndmennt og postulínsmálun hefst miðvikud. 5. sept. Kóræfingar hefjast mánud. 17. sept. Dagsferð um Snæfellsnes verður fimmtudaginn 6. september. Lagt af stað frá Vesturgötu 7 kl. 9. Ekið vestur Kerlingaskarð. Tekið hús á Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarnarhöfn, þar sem boðið er upp á hákarl og meðlæti. Kirkjan skoðuð. Ekið um Grundarfjörð og Ólafsvík til Hellissands þar sem snæddur verður hádegisverður á Hótel Eddu. Síðan verður ekið fyrir jökul að Hellnum. Hellnakirkja skoðuð, og komið við í Fjöruhúsinu. Ekið heimleiðis. Leiðsögumaður: Nanna Kaaber. Takmarkaður sætafjöldi. Upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Vinsamlega sækið farmiða fyrir 4. sept.

Ferðakynning til Kýpur.

Föstudaginn 7. sept. kl. 15 kynnir Árni Norðfjörð skemmtanastjóri og fleiri haust- og vetrarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Sólar. Árni mun einnig spila nokkur lög á harmonikku.

Happdrætti gildir sem innborgun í ferð. Dansað við lagaval Sigvalda.

Pönnukökur með rjóma í kaffitímanum

Bridsdeild FEBK Gjábakka. Brids í kvöld kl. 19.

Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 5526644 á fundartíma.

Eineltissamtökin. Fundir á Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20.

Kvenfélag Seljasóknar

Farið verður í haustferðalagið laugardaginn 8. september. Lagt af stað frá Seljakirkju kl 10. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Öldu 5573442, Ágústu 5572399 eða Sædísar 5573702. Fyrir miðvikudaginn 5. september.

Hallgrímskirkja , starf eldri borgara hefst í dag á leikfimi kl. 13. Verið velkomin.

ITC-deildin Fífa. Fyrsti fundur deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 5. september kl. 20.15-22.15 í safnaðarheimili Hjallakirkju.

Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600.

(II. Tím. 4, 7.)