ÞEKKINGARSMIÐJA IMG tekur þátt í viku símenntunar. Vinnustöðum var boðið að fá til sín skemmtilega og fræðandi fyrirlesara úr hópi þjálfara, og var tilboðinu mjög vel tekið. Að minnsta kosti 20 fyrirlestrar á vegum Þekkingarsmiðjunnar verða haldnir hjá...
ÞEKKINGARSMIÐJA IMG tekur þátt í viku símenntunar. Vinnustöðum var boðið að fá til sín skemmtilega og fræðandi
fyrirlesara úr hópi þjálfara, og var tilboðinu mjög vel tekið. Að minnsta kosti 20 fyrirlestrar á vegum Þekkingarsmiðjunnar verða haldnir hjá t.d. Landsvirkjun, VÍS, Nýherja, SPRON, Toyota, Íslandsbanka og Fiskistofu. Viðfangsefni fyrirlestranna eru m.a.: Mikilvægi símenntunar, samskipti á vinnustað, tilfinningagreind, verkefnastjórnun, tímastjórnun, hvatning og starfsánægja og að þykja gaman í vinnunni. Einnig eru fyrirlestrar um stjórnun í nútímafyrirtækjum, ábyrgð starfsmanns á eigin starfsþróun, stjórnun breytinga, verkefnastjórnun, og straumar og stefnur í starfsmannamálum. Fyrirlesararnir leggja sig fram um að veita nýja innsýn um leið og þeir hvetja þátttakendur til nánari umhugsunar um efnið.