Náttúruvernd ríkisins, ekki Náttúruverndarráð Trausti Baldursson hjá Náttúruvernd ríkisins vill koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri vegna greinar um bresku sjálfboðaliðasamtökin BTCV, British Trust for Conservation Volunteers.

Náttúruvernd ríkisins, ekki Náttúruverndarráð

Trausti Baldursson hjá Náttúruvernd ríkisins vill koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri vegna greinar um bresku sjálfboðaliðasamtökin BTCV, British Trust for Conservation Volunteers. sem birtist á ferðasíðu sunnudaginn 2. september sl.

Í fyrsta lagi vill hann leiðrétta að BTCV er í samstarfi við Náttúruvernd ríkisins en ekki Náttúruverndarráð eins og þar kemur fram en Náttúruvernd ríkisins tók við hlutverki ráðsins í ársbyrjun 1997.

Í öðru lagi er svolítið villandi að með greininni er birt mynd úr Landmannalaugum en þangað fór minni hópur frá BTCV, ekki einn af þessum reglulegu, en hins vegar stór hópur frá íslensku Sjálfboðaliðasamtökunum um náttúruvernd og vann að stígagerð með Bretunum. Samtökin voru stofnuð 1986 og hafa unnið að fjölda verkefna í þágu náttúruverndar í gegnum árin og tókst sérstaklega vel til í Landmannalaugum og er þakklæti til þeirra hér með komið á framfæri.