HAFIN er vinna við undirbúning að hreinsun olíunnar úr El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Norska fyrirtækið RUE annast verkið. Köfunarskip fyrirtækisins, Risöy, liggur við festar við flak El Grillo umgirt flotgirðingu.

HAFIN er vinna við undirbúning að hreinsun olíunnar úr El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Norska fyrirtækið RUE annast verkið.

Köfunarskip fyrirtækisins, Risöy, liggur við festar við flak El Grillo umgirt flotgirðingu. Sautján kafarar vinna á vöktum við verkefnið, tíu Norðmenn, fjórir Svíar og þrír Íslendingar. Kafararnir hafa undanfarið verið að bora göt á tanka skipsins til að kanna hvar olíu sé helst að finna í flakinu. Þegar lokið verður við að staðsetja olíuna verða leiðslur tengdar og olíunni dælt úr tönkunum.