RÚNAR Sigurðsson, stofnandi Tæknivals og fyrrverandi forstjóri, er hættur störfum hjá nýlega sameinuðu félagi AcoTæknivals.

RÚNAR Sigurðsson, stofnandi Tæknivals og fyrrverandi forstjóri, er hættur störfum hjá nýlega sameinuðu félagi AcoTæknivals.

Rúnar segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi orðið að samkomulagi hans og stjórnarformanns að Rúnar hætti störfum síðastliðinn föstudag. Rúnar er varamaður í stjórn AcoTæknivals en mun nú taka sæti aðalmanns.

Rúnar hafði sinnt ýmsum verkefnum hjá Tæknivali eftir að hann hætti störfum sem forstjóri og tók við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs við sameiningu Aco og Tæknivals í sumar. Hann segir það aldrei hafa staðið til að hann yrði lengi hjá fyrirtækinu og ákveðið að hann yrði ekki hluti af nýju skipuriti AcoTæknivals. Rúnar segist ekki hafa ákveðið hvað hann tekur sér fyrir hendur nú. Hann er áfram hluthafi í fyrirtækinu.