Mikill fjöldi barna vinnur á kakóplantekrum Afríku.
Mikill fjöldi barna vinnur á kakóplantekrum Afríku.
STÆRSTU súkkulaðiframleiðendur í heimi, til dæmis Toms, Cadbury og Nestlé, kaupa kakó frá vestur-afrískum framleiðendum en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og ýmsum mannréttindasamtökum vinnur mikill fjöldi barna á...

STÆRSTU súkkulaðiframleiðendur í heimi, til dæmis Toms, Cadbury og Nestlé, kaupa kakó frá vestur-afrískum framleiðendum en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og ýmsum mannréttindasamtökum vinnur mikill fjöldi barna á kakóplantekrum í Vestur-Afríku. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði danska neytendablaðsins Tænk & Test.

Að því er fram kemur í greininni er ástandið sérstaklega slæmt á Fílabeinsströndinni en þar eru meira en milljón kakóplantekrur og þaðan koma meira en 40 prósent af allri kakóbaunaframleiðslu heims.

Þá kemur fram í nýrri skýrslu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér að um 15.000 afrísk börn á aldrinum 9-12 ára hafa á undanförnum árum verið seld í þrælahald á kaffi-, kakó- og baðmullarplantekrur í Vestur-Afríku.