Jórunn Magnúsdóttir við risahvönnina í garði sínum í Grímsey.
Jórunn Magnúsdóttir við risahvönnina í garði sínum í Grímsey.
HÚSMÓÐIRIN á Miðgörðum í Grímsey, Jórunn Magnúsdóttir, var að kíkja eftir kartöflunum sínum þegar ferðamaður vatt sér að henni og spurði hvort hún gæfi hvönninni sem stæði þarna í garðinum hormóna, svo risavaxin væri hún.

HÚSMÓÐIRIN á Miðgörðum í Grímsey, Jórunn Magnúsdóttir, var að kíkja eftir kartöflunum sínum þegar ferðamaður vatt sér að henni og spurði hvort hún gæfi hvönninni sem stæði þarna í garðinum hormóna, svo risavaxin væri hún.

Hvönnina, sem er orðin þriggja metra há, fékk Jórunn sem pínulítinn afleggjara hjá vinkonu á Akureyri fyrir 4 eða 5 árum. Ekkert hefur þurft sérstaklega að nostra við hvönnina, hún hefur bara sprottið og dafnað, ólíkt öðrum gróðri sem yfirleitt á erfitt uppdráttar í Grímsey. Og nú er svo komið sagði Jórunn, "að saga verður af hvönninni ef ég á að hafa nokkurn svefnfrið í næstu vestanátt".