BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svokallaðan Barónsreit, sem afmarkast af Vitastíg, Skúlagötu, Barónsstíg og Hverfisgötu. Eins og Morgunblaðið greindi nýverið frá verður blönduð byggð með íbúðar- og atvinnuhúsnæði á reitnum.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svokallaðan Barónsreit, sem afmarkast af Vitastíg, Skúlagötu, Barónsstíg og Hverfisgötu.

Eins og Morgunblaðið greindi nýverið frá verður blönduð byggð með íbúðar- og atvinnuhúsnæði á reitnum. Undir honum er svo fyrirhuguð tveggja hæða bílageymsla neðanjarðar þar sem yrðu allt að 250 bílastæði. Teiknistofan Úti og inni hannaði deiliskipulagið.