NEMENDUR og kennarar í Snælandsskóla hófu skólaárið með óhefðbundnum hætti en í síðustu viku var útivistarvika í skólanum. Krakkarnir spreyttu sig á fjölmörgum leikjum auk þess sem farnar voru ferðir í Nauthólsvík, Gróttu og farið í fjallgöngur.

NEMENDUR og kennarar í Snælandsskóla hófu skólaárið með óhefðbundnum hætti en í síðustu viku var útivistarvika í skólanum. Krakkarnir spreyttu sig á fjölmörgum leikjum auk þess sem farnar voru ferðir í Nauthólsvík, Gróttu og farið í fjallgöngur. Þá voru ýmsir útivistarklúbbar og samtök með kynningu á sinni starfsemi.

Hápunkturinn var svo á föstudag þegar öllum nemendum var skipt upp í 46 hópa og farið var í ratleik í Fossvogsdalnum. Fundnir voru kökubotnar, rjómi, bananar og áhöld til að skreyta rjómatertu. Þegar hver hópur hafði lokið starfi sínu var tertunum raðað á borð fyrir framan skólann og var ekki laust við að krakkarnir væru spenntir að sjá hvaða kaka hlyti náð fyrir augum dómnefndar og fengi titilinn "fallegast kakan".

Ekki fylgir sögu hvaða kaka var valin sú fegursta en að því loknu gátu kökugerðarmeistararnir ráðist til atlögu við sína tertu enda sjálfsagt sársvangir eftir afrek dagsins.