F.v. Valdimar Jóhannsson,  Hafsteinn Sigurðsson og Karl Thoroddsen, verðlaunahafarnir þrír á körtumótinu í Reykjanesbæ. Hafsteinn vann öruggan sigur, honum var aldrei ógnað.
F.v. Valdimar Jóhannsson, Hafsteinn Sigurðsson og Karl Thoroddsen, verðlaunahafarnir þrír á körtumótinu í Reykjanesbæ. Hafsteinn vann öruggan sigur, honum var aldrei ógnað.
FYRSTA körtumót Reis-bíla fór fram á laugardag í Reykjanesbæ og varð Hafsteinn Sigurðsson sigurvegari. Hafsteinn tryggði sér stöðu á ráspól eftir tímatöku og eftir að keppni hófst var stöðu hans aldrei ógnað og kom hann fyrstur í mark.
FYRSTA körtumót Reis-bíla fór fram á laugardag í Reykjanesbæ og varð Hafsteinn Sigurðsson sigurvegari. Hafsteinn tryggði sér stöðu á ráspól eftir tímatöku og eftir að keppni hófst var stöðu hans aldrei ógnað og kom hann fyrstur í mark. Mikill slagur var hins vegar um annað sætið en sá fáheyrði atburður gerðist í tímatökunni að yngsti keppandinn, Hlynur Einarsson, kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Hafsteinn sem hélt þó stöðu sinni á ráspól þar sem næstbesti tími hans var betri en tími Hlyns. Valdimar Jóhannsson og Karl Thoroddsen náðu að skjóta Hlyni aftur fyrir sig í sjálfri keppninni og enduðu í öðru og þriðja sæti. Heimamaðurinn Ingibergur Kristjánsson var sá eini sem ekki komst alla leið í mark vegna bilunar og Ólafur Jökull átti besta brautartímann, en hann ók hringinn á 38,32 sekúndum.