BRESKUR hermaður í liði Atlantshafsbandalagsins í Makedóníu sést á myndinni skoða Kalashnikov AK47-riffil úr vopnasafni því sem albanskir skæruliðar í landinu hafa látið af hendi.

BRESKUR hermaður í liði Atlantshafsbandalagsins í Makedóníu sést á myndinni skoða Kalashnikov AK47-riffil úr vopnasafni því sem albanskir skæruliðar í landinu hafa látið af hendi.

Makedónska þingið hóf aftur umræður um stjórnarskrárbreytingar í tengslum við friðarsamninga í gær. Umræðunum hafði verið frestað á laugardag og óttuðust þá margir um framhald friðarferlisins. Breytingarnar miða að því að auka réttindi albanska minnihlutans í landinu, en harðlínumenn úr röðum Makedóna eru því andvígir og voru margir þeirra fjarverandi úr þingsölum í gær. Talsmaður NATO fagnaði því að umræðurnar væru hafnar á ný og kvað það glæða vonir um að hermenn bandalagsins gætu lokið vopnasöfnuninni á tilsettum tíma.

Skopje. AFP, AP.