KAÞÓLSKIR foreldrar fylgja skelkuðum börnum sínum í skólann framhjá röð norður-írskra lögreglumanna á Ardoyne-götu í Belfast í gær.

KAÞÓLSKIR foreldrar fylgja skelkuðum börnum sínum í skólann framhjá röð norður-írskra lögreglumanna á Ardoyne-götu í Belfast í gær.

Um 200 sambandssinnar reyndu að koma í veg fyrir að börnin kæmust í Holy Cross-skólann fyrsta skóladaginn eftir sumarleyfi, að sögn til að mótmæla svívirðingum og ógnunum sem þeir hafi mátt þola af hálfu kaþólskra. Lögregla og hermenn héldu opinni leið fyrir börnin, en eftir að þau voru komin í skólann kom til ryskinga milli sambandssinna og lögreglumanna. Einnig kom til óeirða í Belfast í gærkvöld.