BIBLÍA bjargaði lífi 16 ára gamals drengs er móðir hans skaut á hann með haglabyssu en áður hafði hún ráðið sex ára syni sínum bana. Reyndi hún einnig að bana þriðja syni sínum, 19 ára gömlum.

BIBLÍA bjargaði lífi 16 ára gamals drengs er móðir hans skaut á hann með haglabyssu en áður hafði hún ráðið sex ára syni sínum bana. Reyndi hún einnig að bana þriðja syni sínum, 19 ára gömlum.

Að sögn lögreglunnar í North Fort Myers á Florida skaut Leslie Ann Wallace son sinn, James Wallace, á heimili þeirra en ók að því búnu til kirkju þar sem annar sonur hennar, Kenneth, hafði verið við messu, og skaut á hann með haglabyssu. Höglin lentu í biblíunni, sem Kenneth var með. "Biblían bjargaði lífi hans," sagði Larry King, aðstoðarlögreglustjóri í Lee-sýslu.

Eftir skotárásina við kirkjuna ók konan að pítsustað þar sem þriðji sonur hennar, Gregory, var að vinna, en lögreglan hafði áður látið Gregory vita af því, sem gerst hafði, og varað hann við móður sinni.

King sagði, að fundist hefðu þunglyndislyf á heimili konunnar en vildi annars ekki geta sér til um ástæðuna. Hann upplýsti þó, að hún eiginmaður hennar hefðu rifist um morguninn út af fjármálum.

North Fort Myers. AP.