STUÐNINGUR við ríkisstjórnina mælist nú 61% skv. nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var í ágúst, og hefur aukist úr 55% frá síðustu könnun sem gerð var í júlí. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið og mælist nú 43% en var 41% í síðustu könnun.

STUÐNINGUR við ríkisstjórnina mælist nú 61% skv. nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var í ágúst, og hefur aukist úr 55% frá síðustu könnun sem gerð var í júlí.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið og mælist nú 43% en var 41% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins er óbreytt frá síðustu könnun eða 14%. Stuðningur við Samfylkinguna minnkar og hefur hún nú 17% fylgi en hafði 20% í júlíkönnun Gallup. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er 23% nú og stendur í stað milli mánaða. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 2% fylgi. 22% þátttakenda voru óviss eða neituðu að svara og rúm 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa færu kosningar fram nú.