Brynjólfur Eyvindsson við snjóskaflinn í austurhlíðum Esjunnar.
Brynjólfur Eyvindsson við snjóskaflinn í austurhlíðum Esjunnar.
BRÆÐURNIR Bjarni og Brynjólfur Eyvindssynir brugðu sér í gönguferð á Esjuna sl. laugardag, 1. september, og gengu þá fram á snjóskafl í austanverðu fjallinu, sem hefur náð að tóra af sumarið. Að sögn Bjarna er skaflinn um 250 til 300 fermetrar að stærð.
BRÆÐURNIR Bjarni og Brynjólfur Eyvindssynir brugðu sér í gönguferð á Esjuna sl. laugardag, 1. september, og gengu þá fram á snjóskafl í austanverðu fjallinu, sem hefur náð að tóra af sumarið. Að sögn Bjarna er skaflinn um 250 til 300 fermetrar að stærð. Esjan hreinsaði sig alveg af snjó fyrir þremur árum í fyrsta skipti í rúm 30 ár og að sögn Bjarna er alls ekki útilokað að svo verði einnig í ár, því það drýpur vel úr skaflinum, sem hörfar hratt og verður hugsanlega horfinn með öllu þegar fer að frysta.