Á SÍÐUSTU tveimur mánuðum hefur fækkað á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu um 200 manns. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, sagði að þessi fækkun væri þvert á það sem búist hefði verið við. Nú eru um 1.

Á SÍÐUSTU tveimur mánuðum hefur fækkað á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu um 200 manns. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, sagði að þessi fækkun væri þvert á það sem búist hefði verið við. Nú eru um 1.200 manns á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni.

Ekki er langt síðan Kjötumboðið, áður Goði, tilkynnti um uppsagnir starfsfólks. Hugrún sagði að þegar um slíkar hópuppsagnir væri að ræða byði Vinnumiðlunin upp á ráðgjafarþjónustu þar sem farið væri yfir réttindi starfsfólks og því veitt aðstoð við að finna nýja vinnu. Áður en til þess kom að slíkur fundur væri haldinn með starfsfólki voru hins vegar allir búnir að finna nýja vinnu. Hún sagði að svo virtist sem eftirspurnin eftir vinnu væri enn það mikil að fólk ætti tiltölulega auðvelt með að fá vinnu.

Hugrún sagði að venjan væri sú að það fækkaði á atvinnuleysisskrá þegar liði á sumarið. Þar sem mikið hefði verið rætt um að þensla í efnahagslífinu væri að minnka hefði Vinnumiðlunin reiknað með að þróunin yrði önnur í sumar og haust og atvinnulausum myndi jafnvel fjölga. Sú hefði hins vegar ekki orðið raunin og á síðustu tveimur mánuðum hefði fækkað á atvinnuleysisskrá um 200 manns.