TENGIVAGN flutningabifreiðar valt norðanmegin í Hvalfjarðargöngunum í gærkvöldi og þurfti að loka göngunum í nokkrar klukkustundir. Ekki urðu slys á fólki og voru ekki aðrir bílar nálægir.

TENGIVAGN flutningabifreiðar valt norðanmegin í Hvalfjarðargöngunum í gærkvöldi og þurfti að loka göngunum í nokkrar klukkustundir. Ekki urðu slys á fólki og voru ekki aðrir bílar nálægir. Flutningabíllinn var á leið upp úr botni ganganna á leið til Akureyrar þegar bilun varð í gírkassa bílsins og hann rann afturábak með fyrrgreindum afleiðingum.

Vagninn var fullur af matvælum sem dreifðust um göngin og þurfti að handflytja farminn upp úr göngunum áður en hægt var að koma að tækjum til að losa bílinn og reisa vagninn við og voru aðstæður erfiðar vegna lítillar lofthæðar.